Kompás.

Núna er ég loksins búinn að sjá óklippta útgáfu af þessum viðskiptum þeirra Ragnars og Bensa.  Ég viðurkenni það fúslega að mig langaði líka til þess að berja Ragnar.  En langur vegur er á milli þess að langa og að gera.  Þar skilur á milli þeirra sem eitthvað hafa á milli eyrnanna og svo hinna.

Hins vegar finnst mér full ástæða til þess að Kompás fjalli um svikaferil Ragnars.  Bílabruni, gjaldþrot annarra og svo mætti lengi telja.

Af hverju ekki að gera þátt um svikahrappa og aumingja, þar sem Ragnar Magnússon er gerður að samnefnara fyrir svoleiðis aumingja, eins og Benjamín var gerður að samnefnara fyrir handrukkara og þannig aumingja?

 Maður spyr sig!


Er þetta nauðsynlegt?

Nú er hinn handónýti Ríkislögreglustjóri okkar Íslendinga, að skipa starfshóp um verklagsreglur vegna eftirlýstra glæpamanna.

Þetta er nú ekki flóknara en það, að þegar lögregla þarf að lýsa eftir manni, þá eru allar upplýsingar sendar með tölvupósti milli embætta.

Ef Haraldur Johanesen áttaði sig á því að núna er árið 2008 og það er búið að finna upp tölvur, þá sæi hann að þessi starfshópur er óþarfur.

En þar sem Haraldur Johannessen er skipaður í sitt embætti út á ætterni, en ekki hæfni, þá er ekki von til þess að hann sjái þetta.  Enda er maðurinn algjörlega hæfileikalaus.


mbl.is Starfshópur skipaður um verklagslegur vegna eftirlýstra sakamanna
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Grímulaus hroki.

Mér finnst gaman að sjá grímulausan hroka Össurar Skarphéðinssonar, sem birtist í eftirfarandi ummælum hans. 

„Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns."

Ef miðstjórn og þingflokkur Frjálslynda flokksins vill ekki að Kristinn sé þeirra þingflokksformaður, þá hefur hann ekkert að gera í því embætti.  Þetta heitir lýðræði.  Orð sem Össur Skarphéðinsson og fleiri hrokabelgir á Alþingi Íslendinga fyrirlíta.

Hins vegar væri það sterkur leikur hjá Kristni Gunnarssyni að ganga í Samfylkinguna.  Sterkur leikur að því leyti að fylgishrun yrði hjá Samfylkingu.  Hann á líka vel þar heima, í pöpulistaflokki dauðans.


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að gera þetta.

Í þessu tilviki er lögreglan að vinna frábært starf.  Síðan tekur dómskerfið við.  Og niðurstaðan þar er, sleppa þeim strax.

Það sem vantar inn í þetta meingallaða dómskerfi okkar er, að þegar menn hafa játað afbrot hjá lögreglu, þá skal færa þá umsvifalaust fyrir dómara, sem kveður upp dóm.

Hvað er svona flókið við þetta?


mbl.is Ræningjar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglustjóri, hvert er þitt hlutverk?

Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði lögreglumenn almennt vel meðvitaða um að það að verða fyrir innbroti geti haft sálrænar afleiðingar. Lögreglan bjóði aðstoð hjá hverfisstöðinni í fræðslu- og forvarnaskyni. Eins geti hún leiðbeint fólki til sérfræðinga. Þá sagði hann að fólk ætti að fá upplýsingar um lyktir sinna mála.

Hr. Stefán Eiríksson lögreglustjóri.  Hlutverk þitt er að handsama glæpamenn og sjá til þess að þeir séu ekki að stunda sína iðju óáreittir.  Ef þú myndir nú sinna þessu starfi þínu, þá þyrftirðu ekki að eyða öllum þessum kröftum í áfallahjálp og upplýsingar fyrir þolendur.


mbl.is Íbúar í Seljahverfi lýsa áhyggjum af innbrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi?

Þrátt fyrir það að ég sé með brattari mannvitsbrekkum á vegi lífsins, þá er mér alveg fyrirmunað að skilja þetta dómskerfi.

Pilturinn var hins vegar ekki dæmdur til sérstakrar refsingar  en hann var í maí dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Taldi dómurinn að hefðu málin verið dæmd saman hefði refsing piltsins ekki orðið þyngri. 

Ég sé ekki betur en að þarna sé verið að tala um 2 aðskilin brot.  Hefðu þau verið dæmd saman, hefði brotamaðurinn fengið afslátt og ekki verið dæmd refsing.  Þess vegna er hann sakfelldur í síðara málinu, án refsingar.

Ég vildi óska þess að verslun virkaði eins og þetta dómskerfi.

Dæmi 1.  Ég fer í Hagkaup og kaupi rakspíra á kr. 3.000,-  Ég fer svo aftur í Hagkaup 3 dögum seinna og kaupi svitalyktareyði á kr. 2.000,-.  Samtals gerir þetta fimm þúsund kall.

Dæmi 2.  Ég fer í Hagkaup og kaupi rakspíra á kr. 3.000,-  Ég fer svo aftur í Hagkaup 3 dögum seinna og kaupi svitalyktareyði, en borga ekki neitt.  Taldi verslunarstjórinn að ef hlutirnir hefðu verið keyptir saman, er ekki víst að verðið hefði verið hærra.

Er einhver þarna úti, sem skilur þessa þvælu?


mbl.is Ekki sérstök refsing fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roger Whittaker

Roger 1
Jæja, nú er alveg að bresta á með Danmerkurferð.  Ég fer á fimmtudaginn og ætla að hitta kallinn á föstudag.  Roger Whittaker hefur boðið mér undanfarin 8 ár, á fyrstu og síðustu tónleika í hverri tónleikaferð.  Núna er kallinn að hefja sína síðustu tónleikaferð.  Fyrstu tónleikarnir verða á föstudaginn í Kaupmannahöfn og þeir síðustu í Köln 21. mars 2009.  Daginn eftir verður kallinn svo 73 ára.

 

Ég og Roger

Ég læt hér fylgja mynd af okkur félögunum.  Myndina tók Natalie, eiginkona Rogers.


Á Jónína Bjartmarz dóttur?

Ef Jónína Bjartmarz ætti nú dóttur á svipuðu reiki, þá væri þetta ekkert mál.

En annars, lög eru lög og eftir þeim skal fara.  Það er svo spurning hversu bókstaflega skal fara eftir þeim og hvort möppudýrin hafi misst allt mannlegt eðli og tilfinningar.

Í þessu tilfelli fyndist mér eðlilegast að möppudýrin sneru blinda auganu að þessum dreng, meðan hann kláraði sín mál varðandi ríkisborgararétt.


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbraut.

 Ístak

 

 

Í morgun kl. 10 opnaði Ístak 2. áfanga í breikkun Reykjanesbrautar.  Um var að ræða tvöföldun Brautarinnar frá Stapahverfi að Grindavíkurgatnamótum.  Í þessum áfanga voru líka opnuð mislæg gatnamót að og frá Grindavík.  Allur frágangur verktakans Ístaks er til sóma.

Voru fjölmiðlar viðstaddir þennan merka áfanga?                                      NEI.

Hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum?                                                    NEI.

Voru fulltrúar frá Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut viðstaddir           NEI.

Þykir þetta vera of jákvætt til þess að komast í fréttirnar?                         Maður spyr sig.


Uppsögn!

Ég undirritaður segi hér með upp störfum sem spámaður.

Ísland vann samt sem áður silfurverðlaun á Ólympíuleikunum. 

Frábært, áfram Ísland.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband