Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2009 | 21:01
Hjálparstarf kirkjunnar.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðist til þess að greiða mánaðarlaun til handa séra Gunnari Björnssyni, fráfarandi sóknarprests á Selfossi, næstu fimm ár. Þegar aukagreiðslur eru teknar frá standa eftir grunnlaun upp á hálfa milljón króna á mánuði. Það gerir samning upp á þrjátíu milljónir sem Gunnar fær greiddar og við undirritun samnings lýkur hann alfarið preststörfum.
Séra Gunnar hefur unnið sér inn rétt til fullra eftirlaun samkvæmt níutíu ára starfsreglu opinberra starfsmanna og má því hætta störfum nú þegar. Hann ætlaði sér hins vegar að þjóna kirkjunni fram til sjötugs.
Samkvæmt heimildum er biskup hæst ánægður með þennan rausnarlega stuðning og finnst peningunum betur varið til séra Gunnars, en "til einhvers aumingja útí bæ".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 12:32
Samviskubit?
Ef ég vissi ekki betur, þá hefði ég talið þetta vera samviskubit.
En ég veit betur.
Nóróveiran sýkti um 250 starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 12:26
Munurinn á stjórnmálamanni og venjulegum manni.
Tveir menn, annar stjórmálamaður og hinn venjulegur, koma að bílnum sínum. Þeir taka strax eftir því að það er sprungið dekk undir bílnum.
Venjulegi maðurinn: Skiftir um dekk og heldur förinni áfram.
Stjórnmálamaðurinn: Reynir að finna út hvernig stendur á því að dekkið undir bílnum sé loftlaust. Hverjum er þetta að kenna? Er það mitt mál að laga þetta ef þetta er ekki mér að kenna?
Niðurstaðan er: Stjórnmálamenn eru óhæfir til þess að koma Íslandi á réttan kjöl, vegna þess að þeir eru of uppteknir að leita að sökudólgum til þess að geta stýrt landinu áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 16:49
Aftur?
Var tetta ekki ætlunin med embætti Rikisløgreglustjora?
Stadan var sidan veitt handonytum pabbadreng og hefur aldrei virkad.
Og nu å ad taka af honum Efnahagsbrotadeildina.
Væri ekki einfaldara ad reka nuverandi Rikisløgreglustjora og virkja embættid?
Róttækar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2009 | 11:26
Frábært partý.
Umtalað partí á Metropolitan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2009 | 19:44
Gáfulegt?
Ég veit ekki hvort ríkisstjórnin hefur tekið eftir því að það er allt í rúst á Íslandi.
Mótorinn er úrbræddur og í stað þess að allir leggist á eitt að koma honum í gang aftur, Þá er verið að hugsa um það hvernig mottur eigi að vera afturí!
Málefnið varðandi mansal er gott og gilt, einnig það að hafa góðar mottur afturí.
Spurningin er bara um tímasetningu. Ef ekki tekst að koma mótornum í gang aftur, þá er engin þörf fyrir mottur.
Aðgerðaráætlun gegn mansali samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 11:27
Ingibjörg, þinn tími er liðinn!
Annaðhvort er Ingibjörg Sólrún svona valdagráðug eða vitlaus. Nema hvorutveggja sé.
ISG er fulltrúi þeirra stjórnmálamanna sem fólkið hefur verið að mótmæla.
Haltu bara áfram Ingibjörg, það kemur bara niður á fylgi Samfylkingar.
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 20:59
Ég er útrásarvíkingur!
Já það má með sanni segja að ég sé útrásarvíkingur. Núna þegar þjóðin mín líður fyrir atvinnuleysi, kreppu og gjaldeyrisskort, þá ætla ég í víking til Noregs og koma með fúlgur fjár í erlendum gjaldeyri með mér heim.
Ég er búinn að reikna það út, að ég verði búinn að rétta gjaldeyrisvarasjóðinn okkar af, snemma í apríl árið 3217.
Ég vona það, að þið landar mínir sýnið mér smá biðlund. Þetta er allt í vinnslu.
Þetta er líka 100% meiri aðgerðir, heldur en dauðyflastjórn Jóhönnu er að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 21:00
PÆLING!
Ef hinn Íslenski stjórnmálaflokkur Samfylkingin og Norski Framfaraflokkurinn myndu sameinast, þá koma bara 2 nöfn til greina.
Framfylkingin
Samfaraflokkurinn
Pælið í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 09:58
KREPPA!
Veit þetta fólk ekki af því að hér ríkir kreppa? Ég kemst ekki hjá því að heyra af því í útvarpi og sjónvarpi að hér sé allt að fara í kalda kol. Olía og matvara eru að verða uppurin, bankarnir á hausnum og almenningur lepur dauðann úr skel.
Á sama tíma er svo opnuð risastór verslunarmiðstöð og fólk í röðum fyrir utan í fimm stiga frosti.
Er kreppa eða ekki kreppa?
Maður spyr sig!
Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)