29.7.2007 | 00:30
Eru málarar fífl?
Ég hef verið að velta því fyrir mér í góðan tíma, hvort málarar og fólk sem ætlar að fara að mála hjá sér, séu fífl. Eða halda þeir sem ætla að selja þeim málningu að þau séu fífl? Eða eru þeir sem selja málningu fífl? Ástæða þessara vangaveltna eru auglýsingar í sjónvarpi. Hver man ekki eftir dúmmarahálfvitunum. Þetta fjandans dúmmlag er ennþá fast í heilaberkinum á mér og hljómar reglulega í hausnum á mér, við litla hrifningu sjálfs mín. Síðan er núna verið að sýna auglýsingar fyrir Flugger viðarvörn. Þeir tveir sem þar birtast eru hælinu sem þeir sluppu af til skammar.
Plís, sýnið auglýsingu þar sem venjulegt fólk kemur við sögu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.