Gáfnaljósið frh.

Ég var sleginn út úr leiknum Gáfnaljósið á Bylgjunni.  Hvernig gat þetta gerst?  Voru brögð í tafli?

Ég lagðist í þunglyndi, ég sá líf mitt renna hjá, eins og að horfa á kvikmynd.

Nákvæmlega 3 1/2 sekúndu seinna rann upp fyrir mér ljós.  Líf mitt tók stakkaskiptum.

Ég hafði ekki svarað einni einustu spurningu í keppninni vitlaust.  Heimir og Kolla höfðu hins vegar spurt vitlausra spurninga.  Spurninga sem svörin mín pössuðu bara alls ekki við.  Hvernig geta þau komið svona illa undirbúin fram fyrir alþjóð?

Ég hallaði mér aftur í stólnum og brosti.  Alltaf er hann Hjalti G nú flottastur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góður...

Halla Rut , 17.11.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband