17.11.2007 | 10:00
Karlahatur?
Það er alveg ótrúlegt hvað hatur Kolbrúnar á karlmönnum skín í gegn í þessari umræðu. Þarna er verið að tala um elstu atvinnugrein í heimi. Þannig háttar til að flestir starfsmennirnir eru konur. Þar af leiðandi eru flestir viðskiftavinirnir karlar. Þarna fara fram viðskifti milli tveggja fullorðinna einstaklinga. Ekkert athugavert þar. Hins vegar breytist málið ef þriðji aðili hagnast á þessum viðskiftum. Það er skv. núgildandi lögum ólöglegt. Og þannig á það að vera.
Núna vill Kolbrún gera kaupin ólögleg, kaupendurnir eru jú flestir karlmenn. Þetta er álíka vitlaust og að leyfa þjófnað og sölu á þýfi, en banna kaup á þýfi. Á ekki alveg eins að leyfa sölu á eiturlyfjum, en banna kaup?
Ábyrgð á hendur kaupanda vændis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og trúirðu því að þetta öfgafrumvarp eigi eftir að vernda fólk ?
stebbi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:55
"Á ekki alveg eins að leyfa sölu á eiturlyfjum, en banna kaup?"
Góður punktur ;) Íslendingar vilja alltaf hræra í eldinum, í staðin fyrir að reyna að slökkva hann.
stebbi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:01
virkilega góður punktur með eiturlyfin :) af hverju er ekki bara allt sem tengis vændi bannað og refsivert??? ef um er að ræða konur/karla sem eru neydd í vændi þá er auðvitað litið á það sérstaklega í hverju tilfelli fyrir sig eins og með allt annað.... en það sem kolbrún og margir aðrir eru að segja, að ALLAR konur sem selja sig séu blásaklaus fórnarlömb er bara alls ekki satt. þetta er ekki svona svart og hvítt.....
gunnar (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:15
eiturlyf og eigin líkami.... finnst ykkur þetta virkilega samanburðarhæft?
Bergþóra Jónsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.