Tími til kominn.

Það er löngu orðið tímabært að einkavæða heilbrigðiskerfið.  Það er bara sjálfsagt mál að við, fallega og ríka fólkið, fáum þá þjónustu sem við eigum skilið.  Til hvers að vera ríkur og fallegur, ef maður þarf svo að bíða í heilbrigðisröðinni eins og sauðsvartur almúgurinn.

Þess vegna styð ég tillögu Jóns Bjarnasonar eindregið. 

Einkavæðum bara allt helvítis klabbið.


mbl.is VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En hvað eigum við að gera sem erum ekki ríkir og fallegir og viljum ekki einusinni vera það?

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ætli þið verðið bara ekki að bíða í röðinni hjá Ríkislækninum.

Við myndum auðvitað splæsa einum lækni á ykkur.

Hjalti Garðarsson, 9.12.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já sammála. Þeir ríku (fallegu og ljótu) geta hvort sem er keypt sér heilbrigðisþjónustu á einkasjúkrahúsum erlendis þannig að við erum bara að flytja fjármagn úr landi með þessum sósíalisma. Betra að láta þá bara borga duglega fyrir þjónustuna hér svo okkar heilbrigðiskerfi verði öflugra.

Þorsteinn Sverrisson, 9.12.2007 kl. 21:35

4 identicon

Þú átt nú bara við einhver alvarleg vandamál að stríða að halda að heimurinn sé svona svartur og hvítur. Ego-centric pólítík er kannski gott fyrir suma en það ætti bara að henda ykkur "rika og fallega" fólkinu á námskeið sem heitir "get rich in your heart and not only in your head"! Heilsugæsla og menntun á að vera réttur allra!

Antonía Sigtryggsdottir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:16

5 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Antonía, þú átt væntanlega við Etnocentrisma (sjálfhyggja/þröngsýni).  Nei væna mín, víðsýnni mann en mig er erfitt að finna.

Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að heilsugæsla og menntun eigi að vera réttur allraréttur allra?  Góð heilsugæsla og menntun eiga að vera forréttindi okkar ríka og fallega fólksins.  Í hvaða veröld býrð þú eiginlega?

Hjalti Garðarsson, 9.12.2007 kl. 23:00

6 identicon

Ha ha ha ha ha þú ert bara fyndin!

Antonia (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Loksins fattaðirðu þetta. 

Hjalti Garðarsson, 9.12.2007 kl. 23:54

8 identicon

Mongó gaman já hehehehehehehheheheheheh

Hermóður (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

hóst hóst

Kjartan Pálmarsson, 11.12.2007 kl. 22:04

10 identicon

Fögur kona er fengur í ranni en ljót kona er löstur á manni. Svo segir í Flosa sögu,eða þannig. Og ljótar konur ættu helst ekki að vera á almannafæri nema þá kannske á hestamannamótum í ausandi rigningu en þá með skýluklút.......hehehehe

Hvað eru auðmenn að þvælast um í heilbrigðiskerfinu,biðjandi og bíðandi eins og við hin. þeir ættu fyrir löngu að hafa komið sér upp sér deild dvalarrými td á einni hæðinni í seðlabankanum. Með ofurhjúkkum og eðallæknum. 

Margrét Sig (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband