29.12.2007 | 13:45
Hvað er að?
Hvað er að fólki sem lætur sér detta svona vitleysu í hug?
Ég get ekki svarað því, en helst dettur mér í hug að Dr. Phil hafi svarið.
Næsta skref hjá þessu aumingjans græna liði er, að fara fram á það við Bónus að þeir sendi flokk út af örkinni, til þess að skima eftir rusli keyptu í Bónus. Aðrar verslanir myndu svo elta.
Bifreiðaumboðin hafa einna mestu vinnuna fram undan. Eins og allir vita, þá eru bílhræ víðs vegar. Fyrst yrði að flokka eftir bílategundum og síðan tekur hvert bílaumboð draslið sem var keypt þar.
Varðandi flugeldaruslið, þá er náttúrulega margra daga vinna við að flokka hvað keypt var frá björgunarsveitunum og hvað var keypt frá öðrum. Ekki vilja þeir að björgunarsveitirnar taki draslið frá öðrum söluaðilun? Eða hvað?
![]() |
Út í hött að hjálparsveitir taki við flugeldarusli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.