John Lennon.

John LennonMig langar til þess að nefna hérna 9 atriði varðandi það, hvernig John Lennon hafði áráttu fyrir tölunni 9, og hvernig talan 9 hafði tengingu inn í líf hans.

1. John og sonur hans Sean voru báðir fæddir 9. október.

2. Mamma hans bjó á Newcastle Road 9, Wavertree, Liverpool.

3. Verðandi framkvæmdastjóri Bítlanna Brian Epstein sá þá fyrst í Cavern klúbbnum í Liverpool 9. nóvember 1961.  Fyrsti hljómplötusamningur sem hann gerði við EMI var 9. maí 1962.

4. Fyrsta topplag Bítlanna, Love me do, bar númerið Parlophone 4949.

5. Lennon hitti Yoko Ono fyrst 9. nóvember 1966.

6. Íbúðin þeirra í New York var á West 72nd street og heimili þeirra í Dakota 8. byggingunni var númer 72.  (7+2 = 9).

7. Árátta hans fyrir tölunni 9 birtist oft í nöfnum laga hans.  Number 9 dream, Revolution 9 og     One after 909.

8. Mark Chapman skaut Lennon að kvöldi 8. desember 1980 í New York.  Vegna 5 klukkustunda tímamunar var kominn 9. desember í Liverpool.

9. Lík hans var flutt á Roosevelt spítalann á 9. stræti í New York.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

sæll og blessaður hjalti:) gaman að sjá bloggið þitt:) ætlaði bara að kasta á þig kveðju, verum í bandi....

Arnar Hólm Ármannsson, 24.2.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Ár & síð

Sæll Hjalti. Gaman að sjá þig skrifa um gamla brýnið Lennon. Þetta er auðvitað laukrétt með alla tónana eins og þú segir á blogginu hjá Jens Guð en hlustaðu hér á Hollies með sína flottu útgáfu af laginu Stewball, svona til gamans og samanburðar.
Bestu kveðjur til þín og allra þinna,
Matti

Ár & síð, 24.2.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Sæll Matti.  Lítið minningabrot frá frekar kemísku tímabili.  Lítil krá í elsta húsi bæjarins.  Fjallmyndarlegur performer með gítar.  Texti lags er um 17 skip er sigldu á haf út, en aðeins 16 sneru heim.  Hvar gæti ég nálgast þetta lag?

Hjalti Garðarsson, 24.2.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Ár & síð

Við erum allir ,,efni-legir" á einhverjum tíma ævinnar. Sendu mér netfang og við sjáum til hvað er til ráða. Mitt netfang finnurðu á blogginu mínu.
Matti

Ár & síð, 25.2.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband