Aumingja ég.

Í morgun fór ég í aðgerð.  Ég var með rifinn liðpoka í hné.  Þar sem ég er með mjög lágan sársaukaþröskund og sjálfselskur með eindæmum, þá finnst mér að enginn í heiminum hafi það verra en ég.  Ég vorkenni mér alveg ótrúlega mikið.  Núna ætla ég að leggjast fyrir og gráta örlög mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég skal vorkenna þér.

Halla Rut , 27.2.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hjalti minn, ég skal gráta pínu á koddann minn,  allt í lagi að sóða hann út með táraflóði, en ég var nú hálf hneyksluð að sjá skrif þín á blogginu hennar Höllu Rutar, skamm, skamm, ég trúi ekki orði af því sem þú segir þar. þú hefur aldrei lent í viðlíka ha?

Hvað er þetta með liðpokan, eru þetta álagsmeiðsl eða bara aldurinn að færast yfir þig?

Ég reif liðbönd á ökla á gamlárskvöld, tel að það hafi verið af of lítilli áfengisneyslu, en það er nú annað mál, ég á þessu ennþá, en græt það ekki, en er að fara að halla mér og ætla biðja Garðar að gráta í kór, fyrir þig.

Láttu þér batna,

Nurse

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.2.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Takk fyrir elskurnar mínar.

Hjalti Garðarsson, 27.2.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Ég varð nú fyrir vonbrigðum með þig núna Hjalti, hefði ekki verið nær að kaupa sér snakk og kók, stilla á Benny Hinn á Omega og taka við lækningu í gegnum sjónvarpið, hefðir svo getað lagt smá inná reikning hjá honum, en sloppið við allar þessar miklu þjáningar í staðinn

Elvar Atli Konráðsson, 28.2.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Jú jú! Aumingja þú, mikið svakalega, ofboðslega, hrikalega, innilega,gífurlega vorkenni ég þér mikið.

Bestu óskir um góðan,skjótan og lukkulegan bata

Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 09:24

6 identicon

Sæll gamli minn mikið vorkenni ég þér þú hlítur á vera illa haldin að sjálsvorkun núna enn ég held að þetta sé bar aldurinn . sjáðu bara mig ég varð fyrir svo miklu einelti í vinnuni að ég fékk mér tvo stuðnigsfulltrúa um tíma en nú er ég búinn að skila þeim til síns heima. 

 Indriði Margeirsson

Indi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þú ert ennþá á lífi Indi minn.  Það sem ekki drepur þig, herðir þig.  Kveðjur austur.

Hjalti Garðarsson, 2.3.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband