Hryðjuverkakelling.

Í mínum huga er Miriam Rose ekkert annað en hryðjuverkakelling.  Sumarið 2005 ruddist hún, ásamt hópi annarra iðjuleysingja inn á vinnusvæði mitt, sem var álverslóðin á Reyðarfirði.  Hún hljóp organdi,skrækjandi og illa lyktandi að stórum beltakrana og klifraði upp í hann.  Var hún látin algjörlega afskiftalaus, enda skýr fyrirmæli frá okkar vinnuveitendum að aðhafast ekkert.  Eitthvað fór þetta í taugarnar á Miriam, vegna þess að hún hrópaði ókvæðisorðum að okkur.  Enda vorum við sennilega hættulegir menn í hennar augum.  Við vorum sem sagt að vinna heiðarlega vinnu í þeim tilgangi að framfleyta okkur og fjölskyldum okkar.  Eitthvað sem iðjuleysingjarnir þola ekki.

Hvað um það, þarna stóð ég ásamt félaga mínum, Elvari.  Sannkristnum sómapilti frá Sauðárkróki.  Ella vini mínum blöskraði algjörlega munnsöfnuðurinn á þessari umræddu Miriam.  Þegar Elli hélt að hámarki mótmælanna væri náð, reif Miriam niður um sig buxurnar og otaði loðinni rottunni í áttina að okkur og reyndi að spræna á okkur.  Eru þetta heiðarleg mótmæli?

Þarna missti Elli vinur minn trúna á mannkynið.  Þessi ógeðslega sýn, Miriam á rottunni að reyna að þvagmerkja okkur innbrenndist í hornhimnurnar á Ella vini mínum.  Og ekki nóg með það, heldur hætti hann að hlusta á Omega og Lindina og sneri sér að Megasi.

Gangi þér vel Elli minn.  Mér þykir vænt um þig vinur.


mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garri

Skemmtileg saga og vel sögð...ég hló upphátt

Garri, 22.7.2008 kl. 23:52

2 identicon

Jáhá, þessi lífsreynsla Elvars, útskýrir margt í hegðun hans í dag :)

- Það er skýring á öllu

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta er talandi dæmi um hryðjuverk, sem n.b. sumum finnst ekkert að að stunda...

Sigurjón, 23.7.2008 kl. 01:40

4 identicon

he he. Kemur ekki á óvart að hún hafi verið loðin og illa snyrt! Þetta er heimsk hasshausahippadrusla eitthver. Henni væri nær að skoða mengunina heima í UK!!

óli (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 07:44

5 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Já Steini, núna veistu líka af hverju Elli fór í hornhimnuaðgerðina.

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 10:56

6 identicon

Ég kom reyndar til Íslands sumarið 2006 og tók þá þátt í mótmælum á byggingarlóð álversins. Ég klifraði upp í hálfbyggða byggingu og talaði og hló með starfsmönnunum í 8 klukkutíma en ég hélt svo sannarlega í mér allan tímann.

Miriam Rose (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:56

7 identicon

Óttalega getur fólk verið lítilmannlegt. Það er lágmark, þegar fólk er nafngreint og slíkri háttsemi lýst, að farið sé með rétt mál. Enginn sem þekkir Miriam Rose myndi trúa því að hún hafi hegðað sér á þennan hátt. Þar fyrir utan var hún ekki einu sinni á landinu á þessum tíma, hvað þá að hún hafi klifrað upp í einhvern krana.

Árið 2006 tók Miriam þátt í aðgerð á Reyðarfirði og var ég viðstödd réttarhöld hjá héraðsdómi Austurlands vegna þeirrar aðgerðar. Ekkert í ákærunni benti til þess að Miriam hefði farið upp í neinn krana. Það gerði sonur minn hinsvegar. Í kvöld ætla ég að spyrja hann hvort hann hafi migið á þig og hafi hann gert það ætla ég að finna einhverja góða gjöf handa honum, því ég sé að hann hefur þá haft góða ástæðu til.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:50

8 Smámynd: Snorri Bergz

Hét ekki einhver hljómsveit "Loðin rotta"?

Snorri Bergz, 23.7.2008 kl. 19:08

9 identicon

Fleipur vissulega og það svo ljótt fleipur að þótt ég myndi ekki undir venjulegum kringumstæðum styðja slíka aðgerð, sé ég ekki betur en að Hjalti hafi virkilega unnið sér til yfirmigu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ég ruglaðist í ártölum.  Árið var 2006.  Allt annað stend ég við.

Eva Hauksdóttir.  Ég veit ekki hvort ég eigi að eyða orðum á þig.  Þér finnst sem sé réttlætanlegt að á mig sé migið, vegna þess að ég var að brauðfæða fjölskyldu mína á heiðarlegan hátt.  Svei þér og öllum þínum málflutningi.  Hann er þér til ævarandi skammar.

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 19:52

11 identicon

Sæll. Það er búið að sjúkdómgreina þetta lið.  Sjá hér.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:58

12 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Hippókrates,  þetta er rétt hjá þér.  Örlítill Baggalútur slæddist inn í restina.  Hornhimnudæmið!

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 20:05

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hjalti.

Ein var Rós á rottunni,

Miriam var mál að pissa.

Píndi sig á pjötlunni,

og Ella vildi hitta.

Svig.

Kv. sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.7.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Hér er sjúkdómsgreining á þessu fólki.

Rauða Ljónið, 23.7.2008 kl. 21:18

15 identicon

Ekki kannast sonur minn (sá sem fór upp í kranann) heldur við að hafa sprænt yfir Hjalta svo ekki liggur misskilningurinn í því. Var Hjalti yfirhöfuð staddur á lóð álversins á Reyðarfirði þegar þessi aðgerð fór fram, snemma að morgni 16. ágúst árið 2006? Eða var Hjalta kannski bara að dreyma?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:34

16 identicon

Þetta er ein fyndnasta frásögn sem ég hef lesið lengi.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:42

17 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ekki batnar röksemdafærslan hjá þér Eva mín.  Mig grunar að greidarskortur komi við sögu.  Þetta kallast ekki aðgerð, heldur fáviska iðjuleysingja sem telja sig vera að vinna landi og þjóð gagn.

Jú, ég var á álverslóðinni og hef launaseðla því til sönnunar.

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 23:45

18 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þetta á að vera greindarskortur.

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 23:47

19 identicon

Hvaða þvæla er þettta?? Miriam hefur aldrei klifið neinn krana. Hjalti breytir ártalinu í 2006 en stendur við allt annað. Það sem er merkilegt við það er að í vitnaleiðslum og öðrum dómsskjölum í máli ákæruvaldsins gegn þáttakendum í aðgerð á byggingarlóð Bechtel árið 2006 kemur fram að 3 karlmenn hafi klifið krana. Dómar í málinu skiptust eftir því hve mikil áhætta þótti fólgin í aðgerðum hvers og eins og fengu kranamennirnir þyngstu dómanna. Miriam fékk sektardóm upp á 100.000kr eða 8 daga í fangelsi sem hún síðar sat af sér. Í dómnum kemur skýrt fram að hún hafi klifrað utan í burðarvirki álversins.

Þessi lygasaga hans Hjalta hlýtur því að dæmast dauð og ómerk ef hún þá fellur ekki beinlínis undir ærumeiðingar. 

Haukur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:52

20 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þessir 3 sem voru dæmdir voru sóttir upp í kranana.  Auk þess klifruðu þeir upp í topp.  Aðrir sem fóru upp í kranana þorðu ekki ofar en á 1. pall.  Þú ert mjög víðsýnn maður Haukur.  Lest málsskjöl og veist allt um málið.  Ég var á staðnum apaheilinn þinn!

Hjalti Garðarsson, 24.7.2008 kl. 00:00

21 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Haukur, ég biðst afsökunar á því að kalla þig apaheila.  Það er ljótt að gera grín að minnihlutahópum.

Hjalti Garðarsson, 24.7.2008 kl. 00:12

22 identicon

Ekki skal ég segja hvort þú varst á staðnum eða ekki, en hitt er víst að ég var það, enda dæmdur í umræddum málskjölum fyrir að klifra upp í krana. Úr mínum krana hafði ég gott útsýni yfir hinn kranann sem klifrað var í. Þar klifraði ekki nokkur maður (eða kona ef því væri að skipta) upp í "fyrsta pall" enda ekki pallar á þessum krönum (Sjá þetta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=dOgKq6JT724 ). Ert þú Hjalti viss um að þú hafi verið á staðnum? Getur verið að þú hafir bara verið á einhverri annarri álverslóð annars staðar? Eða getur verið að þú sért bara að ljúga þessu upp til að ata hana Miriam út?

Ég veit líka hvar Miriam var, ekki bara vegna þess að ég hef skoðað sönnunargögnin í málinu, heldur líka vegna þess að við tókum bæði þátt í aðgerðinni og ég sá hvar hún var handtekin.  Hitt er hins vegar alveg rétt að ég þyrfti ekkert að hafa verið á staðnum, ótal vitni, aðalega löggur vitnuðu um að Miriam hefði klifrað í burðarvirki álversins, ekki krana.

Manni blöskrar að menn geti lagst svo lágt í þessari lágkúrulegu herferð gegn aðgerðasinnum, að taka eina áberandi manneskju fyrir og rakka hana niður með ósannindum.

Og já, Hippókrates, ég vísaði í afar áreiðanlega sönnun, málsskjölin og dóminn gegn mótmælendum þetta sumar. Þar eru vitnaleiðslur, myndir (m.a. af Miriam prílandi í burðarvirki álversins) og svo framvegis, allt í beinni þversögn við það sem Hjalti segir. Þú tekur orð einhvers Ella trúanleg og vænir mig svo um skort á sönnunum.

Fer ekki að verða nóg komið að illgirnislegu gaspri um að SI fólk sé iðjulausir fávitar sem viti ekkert um hvað það er að tala, frá fólki sem greinilega hefur ekki kynnt sér málin?

Haukur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 01:03

23 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Öll sömum ég hef starfað við áleiran í mörg ár og fylgst með umræðunni í mörg ár, margt er þar sagt sem ekki á heima inn í myndinni margt afbaka, margir sjálfskipaðir sérfæðingar geysast fram og þá skiptir engu máli hvað rétt og satt er í þessum fræðum þeir telja sjálfum sér trúum að þeirra orð sé hin heilagur sannleikur ekkert nema sannleikur.

En reynslan hefur kennt okkur sem betur þekkja til að svo er ekki, Saving Iceland hefur verið leiðandi í blekkingum og í mörgum tilfellum farið rangt með, við sem höfum lært af reynslunni tökum þá ekki trúanlega en það hafa þeir skapað sér sjálfir með fram komu sinni.

Það sem ofan greinir saga Hjalta tel ég hana sanna, varðandi mót bárur Evu þá get ég ekki tekið hana trúanlega því miður reynslu minnar vegna. 

Rauða Ljónið, 24.7.2008 kl. 01:17

24 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég verð bara að vera púkinn á fjósbitanum og segja ekkert nema:

HEHEHEHEHEHEHEHEHEHE!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.7.2008 kl. 02:59

25 Smámynd: Snorri Bergz

Amm sammála JEVB Maack. Burtséð frá öllu öðru er þetta ótrúlega fyndið. Kannski það böggi Shaving Iceland liðið meira en annað?

En nú hlýtur sú eðlilega krafa að koma fram, að Loðin rotta taki "endurkomutónleika", helst á einhverju álsvæðinu.

Snorri Bergz, 24.7.2008 kl. 07:59

26 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Loðin rottaSnorri.  Hérna færðu mynd af þessari frábæru hljómsveit, Loðinni Rottu.  Vonandi er stutt í kommbakk hjá þeim!

Hjalti Garðarsson, 24.7.2008 kl. 09:22

27 Smámynd: AK-72

Mér sýnist nú að ef þessi frásögn sé rétt, að Miriam Rose hafi nú bjargað félaga þínum frá glötun, með því að fá hann til að hætta að horfa á Ómega og hlusta á Lindina. Ættir að þakka henni fyrir það.

Annars finnst mér alltaf fáránleg þessi upphrópun um að ef einhver klifrar í krana í mótmælaskyni eða er með aktivista-aðgerðir, að viðkomandi sé kallaður hryðjvuerkamðaur. Hvert er hryðjuverkið? Er það hryðjuverk að láta í ljós skoðanir sínar og vera með borgaraleg mótmæli, óháð þvi hvaða skoðun menn hafa á málstaðnum? Er þeim sem hrópa hæstu um að mótmæelndur=hryðjuverkamenn, dreymandi um ríki þar sem allir ganga í takt eftir einni ríkisskoðun Foringjans? Má þá ekki þá einnig segja að ungir Sjálfstæðismenn og trukkabísljórar seú líklegast okkar verstu hryðjuverkamenn? Þeir eru jú alltaf að mótmæla go SUS-ararnir þar að auki með ofbeldi gegn almennum borgurum á skattstofunni.

AK-72, 24.7.2008 kl. 09:58

28 identicon

Fróður sá þykist

er fregna kann

og segja ið sama.

Eyvitu leyna

megu ýta synir

því er gengur um guma.

Ærna mælir

sá er æva þegir

staðlausu stafi.

Hraðmælt tunga,

nema haldendur eigi,

oft sér ógott um gelur.

Pínlegt að rök ykkar gegn Saving Iceland séu ekki sterkari en svo að fara þurfi með slíkan rógburð og lygar á svo persónulegum nótum. Og sýnist mér það þjóna þeim einum tilgangi að beina athyglinni frá því sem raunverulega skiptir máli. Ég vona að gott og heiðarlegt fólk sjái í gegnum þetta og lesi a.m.k. málsgögn í umræddu dómsmáli áður en það tekur ofanrituðu trúanlegu.

Hvergi hef ég séð ykkur, þessar nokkru háværu hræður hér (taki til sín þeir sem vilja), svara þeirri gagnrýni á fyrirtækin og virkjanirnar sem komið hefur fram, sem þið virðist þó vera svo hrifnir af. Hafi það verið gert væri gott að fá ábendingar um hvar slíkt er að finna, en að öðrum kosti óska ég hérmeð eftir málefnalegri gagnrýni á SI og rök þeirra gegn áliðnaðinum og virkjanaframkvæmdum í hans þágu. Ykkur er svo að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þið verðið við því en ég vona að þessi sandkassaleikur taki brátt enda.

Arna Ösp Magnúsardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:39

29 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Arna Ösp .

 Frá minni hendi snýst málið um sannleikan án þess að taka afstöðu með eða á móti til þess verða menn meta gögn frá báðum eins verða menn að skoða samhengi á öðrum kostum til að ná heildarsýn, samtök eins Saving Iceland  segja að við starfsmenn í áliðnaði séum glæpamenn ásaka okkur með slagorð hjá þeim eins og Þjóðarmorð og War Crimes, sem notuð eru til að ná árangri á málstað sínum, það lýsir að myrkrum hugar heimi meðlima Saving Iceland.

 Við starfsmenn í álgeiranum höfum ekki stuðlað á þjóðarmorðum þetta er eitt af þeim glæpum sem Íslenskir starfsmenn eru ásakaðir um ásamt öðrum glæpum, þetta sýnir að sannleiksást Savin Iceland eð hitt  þá heldur.

Íslenskir starfsmenn í áliðnaði er líka fólk, við viljum ekki þennan rasisma og nasisma lengur.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.7.2008 kl. 13:13

30 Smámynd: halkatla

þetta hefði kannski verið svolítið fyndin saga ef þú hefðir ekki ákveðið að ljúga strax í upphafi því það getur engin siðuð manneskja lagt trúnað á að þið félagarnir (þó sannkristnir séuð eða voruð) hafið fundið lykt af Miriam i í gegnum eigin óþef - hér eiga við þau fornu sannindi að sá á þefinn sem fyrstur finnur, eftir að hafa unnið tímunum saman í erfiðisvinnu við að byggja álver, sveiflandi vöðvunum og svitnandi í gegnum tárin vegna þess að hippar eru að tefja verkið - treystu mér, það lyktar ekki vel en að öðru leiti eru orð þín málstaðnum til mikils framdráttar og þú átt þakkir skilið (svona ef óvinir álsins verða einhverntíman sakaðir um dónaskap og lágkúru í framtíðinni þá fellur það líklega um sjálft sig...)

halkatla, 24.7.2008 kl. 14:16

31 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Anna Karen.  Þakka þér fyrir að kalla mig illa lyktandi lygara og það á minni eigin bloggsíðu.  Ég ætla ekki að detta niður á sama plan, enda ertu rökþrota, finnst þú grípur til þessarar lágkúru.  Varst þú á staðnum Anna Karen?

Við sem bjuggum í vinnubúðum Bechtel, höfðum aðgang að sturtum og vissum hvernig þær virkuðu.

eftir að hafa unnið tímunum saman í erfiðisvinnu við að byggja álver, sveiflandi vöðvunum og svitnandi í gegnum tárin vegna þess að hippar eru að tefja verkið - treystu mér, það lyktar ekki vel

Smá athugasemd við þetta.  Ég var að vinna á 60 tonna gröfu.  Hún var loftkæld, þannig að svitadæmið kannast ég ekki við.  Tárin voru aldrei til staðar.  Ég var að vinna í tímavinnu, svo mér var slétt sama.  Varðandi þenna lyktarfetish þinn, leitaðu þér aðstoðar.

Hjalti Garðarsson, 24.7.2008 kl. 15:20

32 Smámynd: halkatla

Ekkert að þakka Hjalti, en þetta sem ég sagði átti reyndar bara að vera spaug, þú veist, útafþví að ég hélt að færslan þín hefði verið það líka (þín vegna vonaði ég það) - afsakið

Yfirlýsing þín um að Miriam Rose hafi verið sérlega illa lyktandi þegar hún nálgaðist ykkur skal hérmeð bókuð sem staðreynd.

En svo að ég minnist nú enn og aftur á lyktardæmið, bara afþví að það er svo áhugavert auðvitað, þá er vel hægt að svitna af ótta, allt bendir til þess að þú og félagar þínir hafið verið hræddir og það sem meira er þá benda táknin í þessari sögu þinni líka til þess að þú hafir verið smeykur og fundist vegið að karlmennsku þinni við þessar aðstæður. Ég er ekki mjög þefvís en ráðlegg þér að panta tíma hjá sálgreinanda hið snarasta amk áður en þetta grefur meira um sig

Og ég skal viðurkenna að ég veit ekkert um sturturnar hjá Bechtel svo það hvarflar ekki að mér að draga þær inní málið. Ég efa ekki heldur að viðstaddir hafi kunnað að nota þær, samt er engin skömm að því að svitna við heiðarlega vinnu, það hef ég aldrei sagt! ég var nú ekki að gefa neitt svo ljótt í skyn  

halkatla, 24.7.2008 kl. 18:44

33 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Nei Anna Karen, við vorum ekki hræddir.  Hvergi er minnst á að við höfum svitnað.  Við sem unnum þarna höfðum bara gaman af þessum skrípaleik.

Góður málsstaður, settur fram á versta mögulega hátt.

Hjalti Garðarsson, 24.7.2008 kl. 19:32

34 identicon

Má maður hafa skilning á bæði SI og fólki í vinnunni? Eða þarf maður að velja lið? Að sama skapi, mætti maður vera í hvorugu liðinu?

Þetta er svo erfitt eftir að Sovétríkin féllu...

Drengur (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:23

35 identicon

Annað hvort lýgur Hjalti eða lögreglan, myndbönd og málskjöl ljúga eða eru fölsuð.

Hjalti vs lögregla og sönnunargögn. Þetta er spennandi.

JBJ (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:28

36 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Hjalti lýgur ekki, ég var á staðnum og það meig kona í krananum, það eru mörg vitni

Elvar Atli Konráðsson, 30.7.2008 kl. 10:09

37 identicon

Enn tjöslast stuðningsmenn þessarar bjánalegu sögu á því að þeir trúi Hjalta og hundsa alfarið nákvæmlega skrásettar heimildir um málið sem sanna að maðurinn lýgur. Hvort einhver hefur einhverntíma migið á Elvar og Hjalta skal ég ekki segja um en það gerði Miriam allavega ekki og engin kona fór upp í byggingarkrana við þetta tækifæri. Það þarf í raun ekkert að deila um þetta því heimilidir lögreglu í bæði myndum og rituð máli sýna að þetta er bull.

Ég sé annars enga ástæðu til að tjá mig meira um málið, hér er á ferðinni fólk sem gagnrýnislaust hlustar á þennan skítamálflutning og neitar að kynna sér afar aðgengilegar heimildir. Þessi þráður er dásamleg heimild um það hverjir nota heimildir og hverjir eru bara illgjarnir rógberar.

Haukur (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:31

38 Smámynd: Sigurjón

...og hverjir eru leiðindapúkar...

Sigurjón, 30.7.2008 kl. 21:29

39 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Eitthvað hefur þessi frásögn hentað SI illa.  Væri þetta tóm þvæla, þá væri hún ekki svaraverð.

Þess í stað rembast menn við að sverta mig persónulega.  Æ rest mæ keis.

Hjalti Garðarsson, 31.7.2008 kl. 10:21

40 identicon

Þessi færsla kemur að sjálfsögðu illa við eina manneskju, Miriam Rose, prýðiskonu sem vill svo til að mér þykir vænt um. Það er vissulega svaravert þegar fólk er borið tilhæfulausum rógi. Slíkt er nauðsynlegt að leiðrétta og það hefur verið gert hér. 

Það hefur enginn svert þig persónulega, heldur hefur verið bent á að þú ferð með fleipur og róg gangvart manneskju sem hefur ekki gert þér nokkurn skapaðan hlut. Í ljósi þess að þér virðist ekki finnast neitt að því að bera fólk röngum sökum, þá get ég vel skilið hvern þann sem tekur upp á því að míga yfir þig. Það hefur Miriam hinsvegar ekki gert og þér væri nær að skammast þín og biðja hana afsökunar en að spóla í þessu hjólfari. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband