26.9.2008 | 14:47
Fjársafnanir.
Alltaf finnst mér það jafn aumkunarvert, að þegar eitthvað kemur upp á hjá fólki sem er svo fyrirhyggjulaust, að tryggja ekki það sem það á, þá rýkur fólk upp til handa og fóta og hefur fjársöfnun!
Til þess eru tryggingafélögin, að bæta fyrir skaða sem fólk verður fyrir. Samt er alltaf rokið upp til handa og fóta til þess að hysja upp um skussana.
Fengu nýtt innbú á sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála, allavega þegar málið snýst um húsgögn og þannig dót, kannski annað ef fólk hefur fallið frá frekar ungt og lætur eftir sig ung börn
Bryndís (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:57
Rétt Bryndís. Það er allt önnur Ella.
Hjalti Garðarsson, 26.9.2008 kl. 15:04
Gæti ekki verið meira sammála og ég hef oft verið að hugsa með mér til hvers í andskotanum er maður eiginlega að borga tryggingarnar sínar alltaf og passa upp á sitt þegar maður getur bara l´tið safna fyrir sig.
Þó svo að ég hafi ekkert á móti þessu fólki eða öðrum sem safnað hefur verið fyrir en er ekki kominn tími á að láta fólk hugsa fyrir tryggingu fyrir sig og sína???
Bara spyr
viddi (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:05
Ég vil byrja á að taka fram að ég þekki ekkert til þessa fólks en hefur einhvers staðar komið fram að það hafi verið ótryggt?
Svo má líka taka til athugunar að þó svo fólk sé með allt tryggt upp í topp og fær greitt samkvæmt því, þá dekkar það ekki kostnaðinn við að koma sér upp nýju innbúi. Það er t.d. mjög hæpið að bætur fyrir 10 ára gamalt sófasett dugi til að kaupa nýtt sófasett í dag o.s.frv.
Sigrún (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:10
Já, meiri dellan er það að hjálpa fólki...
Halla H. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:26
Ef að fólk hjálpaði sér sjálft, t.d. með því að tryggja sig fyrir áföllum, þá væru svona safnanir óþarfar. Enda er bara safnað fyrir skussana.
Hjalti Garðarsson, 26.9.2008 kl. 17:35
Sammála þér Halla H.... algjör della... þar sem tryggingarfélögin eru svo sérlega stuðnings og skilningsrík við tjónaþola eins og allir vita.
Kannski við hæfi að minna fólk á Silfur Egils á sunnudaginn! þar ætlar Egill að ræða um nýja könnun sem fjallar einmitt um samfélagsábyrgð á ýmsum sviðum. Niðurstöðurnar eru víst gleðiefni fyrir "Ekki-Skussana" Því að Íslendingar eru víst frekar tillitslausir upp til hópa samkvæmt þessari könnun og meirihlutinn hugsar aðeins um eigið skinn allajafna.
Þetta blogg gæti nú varla flokkast á þann veginn er það?
Fjarki , 26.9.2008 kl. 17:41
Þú vilt sem sagt samskot þjóðarinnar ef eitthvað kemur upp hjá þér Fjarki?
Er það eigingirni að tryggja sig og sína?
Eigum við kannski að hunsa tryggingafélögin og betla af samfélaginu?
Þvílíkt endemis Lundareykjadalsþvæla.
Hjalti Garðarsson, 26.9.2008 kl. 17:46
Ekki veit ég hverning þú færð þetta út úr mínum skrifum! Ég reyndar skil það betur eftir að ég áttaði mig á því að þú væri vélstjóramentaður og hefði sennilega ekki svarað hefði ég verið búinn að átta mig á því. Er farinn að þekkja viðbrögðin og finnst ég alltaf vera að tala við sama mannin þegar ég tala við vélstjóra, er það námið eða týpurnar sem velja sér þetta fag? Þetta er mjög merkileg upplifun. Reyndar tek ég fram að ég hef ekki átt samskipti við kvennkynsvélstjóra ennþá!
Ég tryggi mig og mína en enginn veit sína ævi og ég er allveg tilbúinn að rétta hjálparhönd ef til mín er leitað og jafnvel ef ég sé að þörf er á!
En mér dettur ekki í hug að kalla fólk SKUSSA sem ég hef engin deili á og þekki ekki aðstæður.
Fjarki , 26.9.2008 kl. 18:13
Fjarki. Trúlega eru það týpurnar sem velja þetta fag. Allavega eru hroki og besserviska ekki á námsskránni. Mig grunar að þú sért að vísa í þessa frábæru eiginleika okkar vélstjóra.
Ég kalla fólk skussa sem t.d. tryggir ekki innbú. Á svo ekki bót fyrir boruna á sér þegar áföll dynja yfir.
Hins vegar finnst mér fjársafnanir til handa fólki sem verður fyrir stóráföllum, þ.e. líkamstjóni, eiga fullan rétt á sér.
En ekki gagnvart skussahætti á tryggingavöntun dauðra hluta.
Hjalti Garðarsson, 26.9.2008 kl. 18:34
sammála Hjalta hérna, hef aldrei fattað þetta bull að safna fyrir fólki sem tímir ekki að tryggja sig.
elvar (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:09
Hjalti gott hjá þér að höggva í þetta. Ég er svona meðaljón, borga skatta af hverri krónu, allt tryggt í topp, til hvers.... þeir sem eru með allt á svörtu, skæla ef eitthvað kemur fyrir og fá að auki extra lífeyri frá ríkinu ef þeir hafa ekki borgað í lífeyrissjóð eða er það ekki það nýjasta. höfff..... ég er bara búin að fá nóg að þessu.
Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:33
Ég er nú bara svo misgáfaður að ég hélt að innbús og brunatrygging væri skylda!
Það má vera rangt skilið hjá mér, hitt er þó enn erfiðara að skilja og er í raun gefið til kynna af nokkrum sem kvitta hér, að til sé fólk þarna úti sem vísvitandi sækist eftir peningum þeirra með þeim hætti að treysta á fjársafnanir komi eitthvað uppá hjá þeim!
En þó að svo sé! Er ekki öllum "frjálst" að láta fé af hendi rakna í slíkar safnanir!!!
Hér eru dæmi um greinilega eftirsjá þeirra sem hafa rétt hjálparhönd gegn vilja sínum!
Varla eru þið að sjá eftir peningum annarra í slíkar safnanir, og hvers vegna að pirra sig á því?
þá er líka verið að gera lítið úr velvilja fólks sem vill rétta hjálpar hönd þeim til handa sem eru raunverulega þurfandi, hver sem ástæðan er!
En ef eitthvað fólk stendur fyrir slíkum söfnunum af gamni sínu þá er það æði bíræfin iðja og verið að misnota velvilja fólks!
Svona til að minna á upphafið, þá fjallar fréttin um aðstoð nágranna og vina sem tóku vel og fljótt á málum!
Svona samfélag sem ég vildi búa í (og tel mig reyndar búa í)! þar sem fólk hjálpast að frekar en að níða skóinn af hvert öðru!
Hjalti. Hrokinn og besserviskan er náttúrulega víða! Ég held að það sé frekar kaldhæðni og yfirlæti sem vélstjórar grípa í náminu. Næstum því á við Stýrimenn.
Fjarki , 26.9.2008 kl. 21:26
Ég veit fyrir víst að þetta fólk var með allt sitt tryggt og það vel bæði hús og innbú.
En mér er spurn hver vaktar þann reikning sem á að gefa pening á í Landsbankanum ég veit eitt dæmi þess að sá sem stóð fyrir álíka söfnun fyrir nokkrum árum stakk því sem safnaðist í eigin vasa og þau sem fyrir tjóninu urðu fengu aldrei krónu af söfnunarfénu.
Diddi Siggi, 26.9.2008 kl. 23:12
Sé ekki í fljótu bragði muninn á því að safna fyrir innbúi hjá fólki eða að safna fyrir fólki sem verður fyrir líkamstjóni. Alla vega ekki á þeim forsendum að fólk ætti bara að tryggja inbúið sitt. Ég alla vega er með allt mitt tryggt, innbúið, húsið, sjálfan mig og konuna og vonast því til að ef eitthvað kæmi fyrir þyrfti ekki að safna fyrir mig, sama hvort ég tapaði sófa eða handlegg!!! Annars finnst mér sjálfsagt að hlaupa undir bagga með þeim sem minna mega sín, nokk sama hvers vegna fólk má sín minna.
danskurinn (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.