Hjálparstarf kirkjunnar.

sr-gunnar-01

Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðist til þess að greiða mánaðarlaun til handa séra Gunnari Björnssyni, fráfarandi sóknarprests á Selfossi, næstu fimm ár. Þegar aukagreiðslur eru teknar frá standa eftir grunnlaun upp á hálfa milljón króna á mánuði. Það gerir samning upp á þrjátíu milljónir sem Gunnar fær greiddar og við undirritun samnings lýkur hann alfarið preststörfum.

Séra Gunnar hefur unnið sér inn rétt til fullra eftirlaun samkvæmt níutíu ára starfsreglu opinberra starfsmanna og má því hætta störfum nú þegar. Hann ætlaði sér hins vegar að þjóna kirkjunni fram til sjötugs.

Samkvæmt heimildum er biskup hæst ánægður með þennan rausnarlega stuðning og finnst peningunum betur varið til séra Gunnars, en "til einhvers aumingja útí bæ".


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er ein birtingarmynd ráðningasamninga sem menn hafa gert. Þarna var reyndar um skipun í embætti að ræða og þar sem GB var ekki sakfelldur þá heldur hans ráðningarsamband.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband