Dala Feta.

Dala-FetaEitt af mörgu sem fer alveg afskaplega illa í geðið á mér er auglýsingin um Dala Feta. 

Hálfviti með sítt að aftan og hormottu talar á afskræmdri íslensku um Feta ostinn.  Langafi hans kom frá Grikklandi með uppskriftina og settist að í Búðardal. 

Gott og vel.  Ef mannfýlan talar ekki betri íslensku en þetta, hann er fjórði ættliður á Íslandi, þá er hærri greindarvísitala á ostinum sem hann auglýsir heldur en hjá honum sjálfum.

Ég skora á Osta og Smjörsöluna að taka þessa afspyrnu heimskulegu auglýsingu úr birtingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hver jól kemur útvarpsauglýsing með gamalli konu sem kanna að baka. Kökurnar eru svo góðar að allir vilja fá uppskriftir hjá henni. Af hreinum kvikindisskap - mér liggur við að kalla það sadisma - passar hún vel og vandlega að upplýsa ekki að galdurinn felist í því að nota ákveðin merki af smjörlíki. Nei - hún situr heima á aðventunni og það pískrar í henni hláturinn og eftirvæntingin yfir því hvort henni hafi ekki örugglega tekist vel upp eins og um hver jól .... og svo þegar hún er búin að eyðileggja jólin fyrir þessu fólki ÞÁ FYST upplýsir hún galdurinn. Þvílík mannvonska. ....þessi auglýsing fellur í sama flokk og sú sem þú nefnir

Ásgeir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband