3.10.2008 | 14:43
Algjör vitleysa.
Það er nú meiri vitleysan alltaf í þessum bændum. Núna eru þeir búnir að smala öllu fé af fjalli. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Skortur á lausafé.
Ég legg það til að bændur verði skikkaðir til þess að sleppa öllu þessu fé aftur, þannig að lausafé aukist aftur á Íslandi.
Skamm bændur.
Boðar aðgerðir til að auka lausafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 16:10
Eru þeir búnir að sjá myndina?
Blindir gagnrýna nýjustu mynd Julianne Moore | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 09:16
Einkennilegt aksturslag?
Bandaríska leikkonan Heather Locklear var stöðvuð þar sem hún ók bíl í Kalíforníu síðdegis á laugardag en aksturslagið þótti einkennilegt.
Að sögn bandarískra fjölmiðla tók lögregla eftir Locklear þar sem hún sat í kyrrstæðum bíl á hraðbraut í Montecito um 150 km frá Los Angeles. Hún var ein í bílnum.
Þykir það einkennilegt aksturslag í Bandaríkjunum að sitja einn í kyrrstæðum bíl?
Maður spyr sig.
Heather Locklear handtekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 19:31
Roger Whittaker part tú.
Síðustu helgi brá ég undir mig betri fætinum og fór til Kaupmannahafnar. Ég fór að hitta góðvin minn, Roger Whittaker.
Frá vinstri, ég, Roger, Siggi vinur minn, Þóra Björk vinkona Markúsar og Ólöf kona Sigga.
Þarna er ég að leysa lífsgátuna fyrir kallinn.
Hann ætlar svo að heimsækja Ísland í sumar. Við ætlum að veiða lax, lunda og þorsk.
Aldrei að vita hvort tónleikar slæðist með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2008 | 15:42
Skilgreining á list!
Harðfiskur og kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 07:38
Var Geir fullur?
Var Geir H. Haarde fullur, eða er hann bara svona vitlaus? Maður spyr sig.
Við sækjumst eftir þessu sæti sem lýðræðisríki sem á ekki í deilum við önnur ríki: ríki sem hefur í gegnum tíðina leyst deilur sínar með friðsömum hætti; "
Ertu búinn að gleyma þorskastríðunum Geir?
ríki sem virðir mannréttindi;
Ertu búinn að gleyma áliti Mannréttindanefndar SÞ Geir?
ríki sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni og getur því nálgast málefni með ákveðinni hlutlægni.
Eru það ekki geopólitískir hagsmunir að vera taglhnýtingar Bandaríkjamanna Geir?
Mín niðurstaða er sú, að annaðhvort var Geir fullur, eða hann opinberar algjörlega þá vanþekkingu á þeim heimi sem hinn venjulegi Íslendingur býr í.
Verði öld SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 14:47
Fjársafnanir.
Alltaf finnst mér það jafn aumkunarvert, að þegar eitthvað kemur upp á hjá fólki sem er svo fyrirhyggjulaust, að tryggja ekki það sem það á, þá rýkur fólk upp til handa og fóta og hefur fjársöfnun!
Til þess eru tryggingafélögin, að bæta fyrir skaða sem fólk verður fyrir. Samt er alltaf rokið upp til handa og fóta til þess að hysja upp um skussana.
Fengu nýtt innbú á sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.9.2008 | 07:42
Rétt leið?
Við fréttum, að eitt það fyrsta sem þessar konur hefðu spurt um, hefði verið hvernig þær gætu náð gervihnattasambandi til að geta í gegnum sjónvarp verið í tengslum við fréttir og menningu í sínum heimshluta, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína.
Er þá besta leiðin til þess að aðlaga þetta fólk að íslensku samfélagi, að gefa þeim gervihnattamóttakara, þannig að þau horfi bara á stöðvar á arabísku?
Þessi svokallaða flóttamannahjálp okkar er ekkert annað en hræsni.
Flóttafólkið fékk gervihnattadisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 19:08
Reikningskunnátta Björns.
Bjössi litli situr við skrifborðið sitt og klórar sér í hausnum.
"Hér er ég með embætti, sem kostar 100 milljónir að reka á ári. Ef ég skipti þessu embætti í þrennt, þá kostar Lögreglustjóraembættið mig 60 milljónir. Fjármálaráðuneytið borgar svo 60 milljónir fyrir Tollgæsluna og Utanríkisráðuneytið 60 milljónir fyrir Landamæragæsluna."
"Þannig borga ég bara 60 milljónir og spara þannig 40 milljónir."
"Djísuss Kræst, hvað ég er góður ráðherra!"
Flótti úr lögreglu Suðurnesja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2008 | 19:33
Björn ánægður?
Skyldi ónytjungurinn Björn Bjarnason ekki vera ánægður núna?
Ég ætla bara rétt að vona það.
Jóhann mun segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)