22.8.2008 | 19:49
Gullið framundan!
Í upphafi Ólympíuleikanna spáði ég því að Ísland og Frakkland myndu leika úrslitaleikinn. Ég sagði líka að Ísland myndi vinna leikinn 24 -23.
Félagar mínir hlógu að mér. Núna er þessi hlátur orðinn að aulalegu glotti.
Núna er aðeins einn hluti eftir af þessum spádómi mínum.
ÍSLAND 24 FRAKKLAND 23.
Áfram Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 15:26
Ég sagði það!
Það var nákvæmlega þetta sem ég var að tala um í færslu hér á undan.
Þó svo að nokkrir Metró menn farði sig, þá er það bara undantekningin sem sannar regluna.
Farðaðir snyrtipinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2008 | 14:31
Lífssýni.
Segist hafa fundið klámblöð Kafka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2008 | 13:51
Eru karlar fallegri en konur?
Svarið við þessari spurningu er einfalt. JÁ. Hér eru nokkrar staðreyndir þessu til sönnunar.
- Snyrtivöruiðnaðurinn veltir meira en hergagnaiðnaðurinn. Snyrtivörur eru jú aðallega notaðar af konum.
- Þegar farið er á mannamót er karlmaðurinn ca. 15 mínútur að hafa sig til. 1 1/2 klst hjá konum.
- Eins og sést, þá er ljónynjan eins og stór köttur en ljónið með fallegan makka.
- Þessu er ekkert öðruvísi farið hjá fiskum. Til vinstri er karlfiskur og kvenfiskurinn til hægri. Bara silfurlitaður venjulegur fiskur.
- Eins er þessu farið hjá fuglunum. Framar á myndinni er páfuglshæna, en fyrir aftan hana er tignarlegur karlfugl.
- Og að lokum er efri ljósmyndin af kvenmanni og sú neðri af karlmanni.
Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að karlmenn eru fallegri en kvenmenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 12:36
Rétt andlit.
Enn einu sinni hafa hryðjuverkasamtökin Seiving Æsland sýnt sitt rétta andlit. Þetta eru bara iðjuleysingjar og letihaugar, án málsstaðar eða rökhugsunar. Sýniþörf þeirra er engin takmörk sett.
Ég held að sú samúð og skilningur sem Íslenska þjóðin hafði fyrir þessu fólki og þeirra málsstað, hafi endanlega rokið út í veður og vind við þessar "aðgerðir".
Settu brunaboða í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2008 | 23:28
Hryðjuverkakelling.
Í mínum huga er Miriam Rose ekkert annað en hryðjuverkakelling. Sumarið 2005 ruddist hún, ásamt hópi annarra iðjuleysingja inn á vinnusvæði mitt, sem var álverslóðin á Reyðarfirði. Hún hljóp organdi,skrækjandi og illa lyktandi að stórum beltakrana og klifraði upp í hann. Var hún látin algjörlega afskiftalaus, enda skýr fyrirmæli frá okkar vinnuveitendum að aðhafast ekkert. Eitthvað fór þetta í taugarnar á Miriam, vegna þess að hún hrópaði ókvæðisorðum að okkur. Enda vorum við sennilega hættulegir menn í hennar augum. Við vorum sem sagt að vinna heiðarlega vinnu í þeim tilgangi að framfleyta okkur og fjölskyldum okkar. Eitthvað sem iðjuleysingjarnir þola ekki.
Hvað um það, þarna stóð ég ásamt félaga mínum, Elvari. Sannkristnum sómapilti frá Sauðárkróki. Ella vini mínum blöskraði algjörlega munnsöfnuðurinn á þessari umræddu Miriam. Þegar Elli hélt að hámarki mótmælanna væri náð, reif Miriam niður um sig buxurnar og otaði loðinni rottunni í áttina að okkur og reyndi að spræna á okkur. Eru þetta heiðarleg mótmæli?
Þarna missti Elli vinur minn trúna á mannkynið. Þessi ógeðslega sýn, Miriam á rottunni að reyna að þvagmerkja okkur innbrenndist í hornhimnurnar á Ella vini mínum. Og ekki nóg með það, heldur hætti hann að hlusta á Omega og Lindina og sneri sér að Megasi.
Gangi þér vel Elli minn. Mér þykir vænt um þig vinur.
Miriam Rose gefst aldrei upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
1.5.2008 | 14:33
Lögreglumessa
Lögreglumessa á uppstigningardegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2008 | 10:10
Ómar er ofurmenni
Ég hef alltaf vitað það að hann Ómar Ragnarsson væri ofurmenni.
En að hann hafi verið yfirlæknir á Blönduósi í 15 ár, ofan á allt annað vissi ég ekki.
Ég tek hatt minn og staf ofan fyrir Ómari Ragnarssyni.
Yfirlæknir hættir vegna algjörs trúnaðarbrests | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 21:36
Dala Feta.
Eitt af mörgu sem fer alveg afskaplega illa í geðið á mér er auglýsingin um Dala Feta.
Hálfviti með sítt að aftan og hormottu talar á afskræmdri íslensku um Feta ostinn. Langafi hans kom frá Grikklandi með uppskriftina og settist að í Búðardal.
Gott og vel. Ef mannfýlan talar ekki betri íslensku en þetta, hann er fjórði ættliður á Íslandi, þá er hærri greindarvísitala á ostinum sem hann auglýsir heldur en hjá honum sjálfum.
Ég skora á Osta og Smjörsöluna að taka þessa afspyrnu heimskulegu auglýsingu úr birtingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 15:25
Sjálfstæðisflokkurinn.
Í dag gerði ég það sem mig hafði ekki órað fyrir, að ég ætti eftir að gera. Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum. Þar hef ég setið í verkalýðsráði, fulltrúaráði, kjördæmisráði, stjórn Kára, ásamt því að vera landsfundarfulltrúi til margra ára.
Ástæða úrsagnar minnar er m.a. framganga Björns Bjarnasonar í löggæslumálum og viðbrögð Geirs Hilmars Haarde við skærum vörubílstjóra. Einnig vil ég nefna eftirlaunafrumvarpið fræga og kvótamál. Ég hvorki get né vil styðja flokk, sem kemur svona fram.
Lifi Byltingin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)