Sjónvarpsstöðin ÓMEGA

Ég horfi mikið á sjónvarpsstöðina Ómega.  Þetta er að mínu mati ein skemmtilegasta stöðin á markaðnum.  Hins vegar vil ég íslenska nafnið.  Ómega er síðasti stafurinn í gríska stafrófinu og táknar því endi.  Þess vegna gæti þetta heitið ENDASTÖÐIN.  Þar sem alltaf er verið að betla pening, þrátt fyrir það að það vaxi gull út úr nánum fylgismönnum, gæti hún líka heitið BETLIRÁSIN.  Mun ég setja skoðanakönnun í gang til þess að fá úr þessu skorið.

hinn2Uppáhalds þátturinn minn er með trúðnum Benny Hinn.  Hann labbar um sviðið í sérsaumuðum fötum, segir sögur og syngur.  Stundum finnst mér að Benny Hinn sé Sús endurfæddur.

Benny fær líka til sín fólk upp á svið, talar við það og hrindir því svo í gólfið.  Fólkið liggur áfram, því það vill ekki að kallinn hrindi því aftur.  Þetta finnst mér vera andsk. fyndið.

Benny mætti útfæra þetta betur.  Fá fíla á sviðið og hrinda þeim svo í gólfið.  Eða gíraffa, eða górillur.  Þetta myndi trylla lýðinn.

Svo myndi honum ganga betur að betla eftir svona sýningu.  Það kostar jú sitt að halda úti vefsíðum, einkaþotum, limmósínum, hótelsvítum, sérsaumuðum fötum, starfsliði og öllu þessu sem fylgir því að vera trúður í heimsklassa.  Ég fór inn á heimasíðuna hans og ætlaði að bóka gigg hjá kallinum.  Hann er fullbókaður 2 ár fram í tímann.  Fleiri gigg en Rolling Stones og Eagles samanlagt.

Að lokum hvet ég alla til þess að taka þátt í skoðanakönnuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Mér finnst þú gleyma að nefna hann vin okkar Guðlaug Laufdal sem er bæði gítarleikari og hefur stöðvað fellibyl í Flórída með Guðsorð að vopni, og enginn þakkaði honum fyrir það

Elvar Atli Konráðsson, 18.11.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þetta er satt Elli.  Dagskráin er bara svo stórfengleg að það er ekki hægt að tilgreina hana alla hér.

En það er hins vegar óafsakanlegt að gleyma stórtrúbadornum Guðlaugi Laufdal.  Bara það eitt að heyra hann syngja gerir mann að betri persónu.

Hjalti Garðarsson, 18.11.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Einnig má nefna frábæran þátt á Omega eins og Ísrael í dag en það er afar hlutlaus þáttur um málefni Ísraels og Palenstínu. Sjálfum finnst mér skemmtilegast þegar Eiríkur sjónvarpsstjóri er að safna peningum fyrir textavél biluðum sendi eða álíka og lætur lýðinn heyra það.

TD Jakes er líka ruddalegur þáttur. 

Elvar Atli Konráðsson, 18.11.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Helga Dóra

Gaman að vita að það eru fleiri en ég sem horfa. Ég horfði nú lengi af einskærri skyldurækni af því að ég var rosa kristinn, gaf þeim þó aldrei pening. Núna kíki ég á þá bara af skemmtanalegum ásæðum, svona eins og þegar við sonurinn leigjum Jackass bara til að hlægja og hafa gaman af. Það er nú samt alveg merkilegt hvað hann Eiríkur er búin að ná að gera þessa stöð að. Hann hefur óbilandi trú blessaður anginn.

Helga Dóra, 19.11.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband