19.4.2008 | 21:36
Dala Feta.
Eitt af mörgu sem fer alveg afskaplega illa í geðið á mér er auglýsingin um Dala Feta.
Hálfviti með sítt að aftan og hormottu talar á afskræmdri íslensku um Feta ostinn. Langafi hans kom frá Grikklandi með uppskriftina og settist að í Búðardal.
Gott og vel. Ef mannfýlan talar ekki betri íslensku en þetta, hann er fjórði ættliður á Íslandi, þá er hærri greindarvísitala á ostinum sem hann auglýsir heldur en hjá honum sjálfum.
Ég skora á Osta og Smjörsöluna að taka þessa afspyrnu heimskulegu auglýsingu úr birtingu.
Athugasemdir
Ásgeir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.