Grímulaus hroki.

Mér finnst gaman að sjá grímulausan hroka Össurar Skarphéðinssonar, sem birtist í eftirfarandi ummælum hans. 

„Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns."

Ef miðstjórn og þingflokkur Frjálslynda flokksins vill ekki að Kristinn sé þeirra þingflokksformaður, þá hefur hann ekkert að gera í því embætti.  Þetta heitir lýðræði.  Orð sem Össur Skarphéðinsson og fleiri hrokabelgir á Alþingi Íslendinga fyrirlíta.

Hins vegar væri það sterkur leikur hjá Kristni Gunnarssyni að ganga í Samfylkinguna.  Sterkur leikur að því leyti að fylgishrun yrði hjá Samfylkingu.  Hann á líka vel þar heima, í pöpulistaflokki dauðans.


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ekki var blessuðu víninu þar um að kenna", sagði hann Marka-Leifi minn forðum þegar eitthvað fór úr böndunum í réttunum.

En er einhver munur á Össuri fullum og ófullum?

Árni Gunnarsson, 17.9.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er flott framtak hjá Össuri, Takk fyrir það Össur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Halla Rut

Ætli það sé hægt að fá flýtimeðferð á þessu hjá Össuri?

Halla Rut , 18.9.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Menn hafa fullt leyfi til að hafa hinar ýmsustu skoðanir á skoðunum Össurar Skarphéðinssonar.  Þær vekja allavega upp skemmtilegar umræður eins og þessar hér.

Samúð.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.9.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband