Kjaftæði.

Allt frá upphafi lífs á jörð hafa verið stöðugar breytingar á veðurfari.  Þessar breytingar hófust löngu áður en maðurinn kom til sögunnar.  Hverju var um að kenna þá?

Þeir sem trúa þessari þvælu eru með hálm í hausnum.  Örugglega sama fólkið og spáði ragnarökum þegar árið 2000 gengi í garð.  Allar tölvur veraldar áttu að hrynja.


mbl.is Hlýnun jarðar er staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlahatur?

Það er alveg ótrúlegt hvað hatur Kolbrúnar á karlmönnum skín í gegn í þessari umræðu.  Þarna er verið  að tala um elstu atvinnugrein í heimi.  Þannig háttar til að flestir starfsmennirnir eru konur.  Þar af leiðandi eru flestir viðskiftavinirnir karlar.  Þarna fara fram viðskifti milli tveggja fullorðinna einstaklinga.  Ekkert athugavert þar.  Hins vegar breytist málið ef þriðji aðili hagnast á þessum viðskiftum.  Það er skv. núgildandi lögum ólöglegt.  Og þannig á það að vera.

Núna vill Kolbrún gera kaupin ólögleg, kaupendurnir eru jú flestir karlmenn.  Þetta er álíka vitlaust og að leyfa þjófnað og sölu á þýfi, en banna kaup á þýfi.  Á ekki alveg eins að leyfa sölu á eiturlyfjum, en banna kaup?


mbl.is Ábyrgð á hendur kaupanda vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfnaljósið frh.

Ég var sleginn út úr leiknum Gáfnaljósið á Bylgjunni.  Hvernig gat þetta gerst?  Voru brögð í tafli?

Ég lagðist í þunglyndi, ég sá líf mitt renna hjá, eins og að horfa á kvikmynd.

Nákvæmlega 3 1/2 sekúndu seinna rann upp fyrir mér ljós.  Líf mitt tók stakkaskiptum.

Ég hafði ekki svarað einni einustu spurningu í keppninni vitlaust.  Heimir og Kolla höfðu hins vegar spurt vitlausra spurninga.  Spurninga sem svörin mín pössuðu bara alls ekki við.  Hvernig geta þau komið svona illa undirbúin fram fyrir alþjóð?

Ég hallaði mér aftur í stólnum og brosti.  Alltaf er hann Hjalti G nú flottastur!


Frábært tilboð.

Ég er einn af þeim sem ætla að notfæra mér þetta frábæra tilboð.

Ég þarf bara að passa mig á því að eyða afrakstrinum ekki öllum á einum stað.

Ekki vil ég vera ábyrgur fyrir því að setja þjóðfélagið á hliðina.


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfnaljósið 2007

Þessa dagana tek ég þátt í léttum leik á Bylgjunni, nánar tiltekið morgunútvarpinu með Kollu og Heimi.  Þessi leikur heitir Gáfnaljósið og er einhvurslags spurningakeppni.  Ég mun að sjálfsögðu rúlla þessu upp, þar sem ég er Besservisser Par Excellence.

Mjallhvít og dvergarnir sjö.

Ég legg það til að bókin um Mjallhvít og dvergana sjö verði bönnuð.

Í fyrsta lagi þá hefur mannanafnanefnd bannað nafnið Mjallhvít.

Í öðru lagi er orðið dvergur niðrandi gagnvart smávöxnu fólki.

Legg ég til að nafninu verði breytt í Snæbjört og smávöxnu einstaklingarnir sjö.


Tíu litlir negrastrákar.

Mikið hryllir mig við því að þessi bók skuli hafa verið gefin út aftur.  Ekkert nema fordómar í garð litaðra.  Af hverju strákar?  Er þetta kannski líka kvennafyrirlitning?

Ég mun fletta ofan af fleiri svona fordómum.


Sama rassgatið.

Ég ætla að láta þetta vera síðasta bloggið mitt í bili um stjórnmál.  Það virðist svo sem að enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki sem hann er, hafi nokkra löngun til þess að hrista af sér það slyðruorð, að það sé sama rassgatið undir þeim öllum.

Nýi meirihlutinn mun gefa auðmönnum REI og allt sem því fylgir.  Að auki mun þessi meirihluti finna feitt starf handa Alfreð.  Bingi er búinn að vera í stjórnmálum og er  það þess vegna hans akkur að gefa sem mest af auðlindunum.  Hann fær svo vinnu hjá þeim að loknu kjörtímabilinu.

Þessi meirihluti mun sýna það og sanna að það er sama rassgatið á öllum stjórnmálamönnum.  Spillingin þrífst sem aldrei fyrr og afleiðingarnar engar.


Kippir í kynið.

Af þessum farsa að dæma þá kippir Margrét Sverrisdóttir í kynið.  Algjörlega siðblind, með eigin hagsmuni framar öllum öðrum.

Ég held að pabbi sé stoltur af stelpunni sinni núna!


mbl.is Getur setið sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt veðurfar.

Mikið er ég ánægður með nýja borgarstjórann.  Núna ætlar hann að breyta veðurfarinu í borginni.  Aðalástæða bílvæðingarinnar er veðurfarið.  Það vita allir sem hafa norpað úti í norðangarranum og beðið eftir strætó. 

Áfram Dagur, breyttu veðrinu.


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband