Er ekki allt í lagi?

Þrátt fyrir það að ég sé með brattari mannvitsbrekkum á vegi lífsins, þá er mér alveg fyrirmunað að skilja þetta dómskerfi.

Pilturinn var hins vegar ekki dæmdur til sérstakrar refsingar  en hann var í maí dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Taldi dómurinn að hefðu málin verið dæmd saman hefði refsing piltsins ekki orðið þyngri. 

Ég sé ekki betur en að þarna sé verið að tala um 2 aðskilin brot.  Hefðu þau verið dæmd saman, hefði brotamaðurinn fengið afslátt og ekki verið dæmd refsing.  Þess vegna er hann sakfelldur í síðara málinu, án refsingar.

Ég vildi óska þess að verslun virkaði eins og þetta dómskerfi.

Dæmi 1.  Ég fer í Hagkaup og kaupi rakspíra á kr. 3.000,-  Ég fer svo aftur í Hagkaup 3 dögum seinna og kaupi svitalyktareyði á kr. 2.000,-.  Samtals gerir þetta fimm þúsund kall.

Dæmi 2.  Ég fer í Hagkaup og kaupi rakspíra á kr. 3.000,-  Ég fer svo aftur í Hagkaup 3 dögum seinna og kaupi svitalyktareyði, en borga ekki neitt.  Taldi verslunarstjórinn að ef hlutirnir hefðu verið keyptir saman, er ekki víst að verðið hefði verið hærra.

Er einhver þarna úti, sem skilur þessa þvælu?


mbl.is Ekki sérstök refsing fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Jónsson

Mæl þú manna heilastur.

Þvílíkt og annað eins kjaftæði veldur hausverk hjá öllum hugsandi mönnum.

Stefán Jónsson, 15.9.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Hárrétt hjá þér

Heimir Tómasson, 15.9.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Þetta er skrýtið

Elvar Atli Konráðsson, 15.9.2008 kl. 19:29

4 identicon

hallo ég er sénsagt 1 aðilinn í þessu máli og mér finnst þetta nú hálf ansalegt , ég er allveg tilbúinn að taka minn dóm fyrir þetta , þetta var náttla ekkert annað en vitleysisgangur og svoleiðis

kristinn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:09

5 identicon

og ég lifi allt öðruvisi lífi í dag , tek það framm =)

kristinn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Kristinn!  Þetta er aumkunarverður aulahúmor hjá þér.  Sá sem er 1. aðili að þessu máli, hvorki heitir né er kristinn.

Það væri hægt að setja dómskerfið allt upp í Excel.  1 innbrot = 2 mánuðir.  10 innbrot myndu þá gera 20 mánuði, en ekki 3.

Ætli glæpalýðurinn færi ekki að hugsa í fyrsta skifti á ævinni?

Hjalti Garðarsson, 16.9.2008 kl. 07:46

7 identicon

hvað ertu að tala um ??? hvað meinarðu með aulahúmor , ég sé ekki að það sé eitthvað grín í gangi :S

kristinn (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband